Námunni í Bolaöldum lokað og svæðið afhent ríkinu

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ásamt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra Fossvéla og Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Ölfuss í Bolaöldum í morgun. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók formlega við námusvæðinu í Bolaöldum í heimsókn í þjóðlenduna Ölfusafrétt og Selvogsafrétt í sveitarfélaginu Ölfusi í morgun.

Forsætisráðherra gekk um svæðið í upphafi heimsóknar og fékk kynningu á stöðu mála í þjóðlendum og vinnu óbyggðanefndar í því sambandi. Að kynningu lokinni tók forsætisráðherra svo formlega við námusvæðinu.

Heimsóknina mætti kalla fyrstu opinberu heimsókn forsætisráðherra í þjóðlendu síðan lög voru sett um þjóðlendur árið 1998. Viðamikil frágangsvinna hefur staðið yfir síðan ákvörðun var tekin um að loka námunni 1. september síðastliðinn og er þetta í fyrsta skipti sem frágangur á svo umfangsmiklu námusvæði fer fram hér á landi.

Fyrri grein„Tónleikar fyrir þá sem eru til í eitthvað öðruvísi“
Næsta greinEngin útbreiðsla á Gumboro veiki í kjúklingaeldi