Námavegur verði óhreyfður

Sveitarstjórn Rangárþings eystra, Almannavarnanefnd og fleiri hafa farið þess á leit við Umhverfisstofnun og Siglingastofnun að hætt verði við að mjókka námaveg á Hamragarðaheiði.

Vegurinn var lagður 12 til 14 metra breiður vegna efnisflutninga við gerð Landeyjahafnar.

Leyfi fyrir veginum fékkst með því skilyrði að hann yrði mjókkaður í sjö metra að framkvæmdum loknum.

Morgunblaðið greinir frá þessu

Fyrri greinGóður Njálulestur
Næsta greinBabacar áfram í liði Selfoss