Nágrannavarsla leiddi til fíkniefnafundar

Eins og sunnlenska.is greindi frá fyrr í vikunni komst lögreglan á Selfossi á slóð innbrotsþjófa í Hveragerði á mánudagsmorgun fyrir tilstilli nágranna. Í Hveragerði er nágrannavörsluverkefni í gangi.

Nágranninn tók niður bílnúmer innbrotsþjófanna og á miðvikudag komust lögreglumenn á Selfossi á slóð bifreiðarinnar í Reykjavík. Með aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru þrír menn handteknir og fluttir í fangageymslu á Selfossi.

Við yfirheyrslur viðurkenndu mennirnir að hafa brotist inn í húsið og stolið fartölvum og fleiri hlutum. Innbrotið átti sér stað kl. 8 að morgni en á hádegi sama dag höfðu mennirnir komið þýfinu af sér og notað til greiðslu á fíkniefnum sem einn mannanna ætlaði til sölu.

Við húsleit hjá þeim manni fundust 126 tilbúnir skammtar í söluumbúðum af því sem gengur undir nafninu “skunkur” sem er þurrkað maríjúanna. Maðurinn viðurkenndi að hafa ætlað að selja efnið.

Fyrri greinÖskumistur í norðvestur
Næsta greinÍsólfur Gylfi: Stoltur af listanum