Nágrannarnir vilja selja

Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur farið sveitarstjóri, formanni byggðaráðs og oddvita minnihlutans að vera fulltrúar sveitarstjórnar varðandi hugsanleg kaup á landi Stórólfshvols sem er í eigu Héraðsnefndar Rangárvallasýslu.

Um er að ræða liðlega 500 hektara lands sem lengi vel voru nýttir undir graskögglaverksmiðju á Stórólfsvöllum, en síðar leigði hlutafélagið Stórólfur landið en sá leigusamningur er útrunninn.

Að sögn Ísólfs Gylfa Pálmasonar, sveitarstjóra, á Rangárþing eystra nokkuð mikið land sem liggur að þessu landi og rekur það að hluta til á á eftir kaupunum.

Ósk hefur komið frá Ásahreppi og Rangárþingi ytra að selja landið en þessi sveitarfélög eru eigendur þess á móti Rangárþingi eystra sem á helming jarðarinnar.

Tvær fasteignasölur hafa gert verðmat og segir Ísólfur að nefndin sé að fara yfir málið þessa dagana. Áður hafði Hvolhreppur keypt land úr Stórólfshvolsjörðinni en Sýslunefnd Rangæinga notaði þá þeninga til að leggja í Hjúkrunar- og dvalarheimilin Kirkjuhvol á Hvolsvelli og Lund á Hellu.

Ekki hefur enn verið lagt inn formlegt kauptilboð.

Fyrri greinJón og Sigurjón féllu út fyrir norðan
Næsta greinNjálsbrennuhátíð á Hvolsvelli