Nafnasamkeppni fyrir nýjan leikskóla á Selfossi

Leikskóli í byggingu við Engjaland. Ljósmynd/Árborg

Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt að efna til nafnasamkeppni vegna nýs leikskóla í Engjalandi á Selfossi sem stefnt er að opna á vordögum 2021.

Tillögu að nafni leikskólans skal skilað í tölvupósti á netfangið skolathjonusta@arborg.is með upplýsingum um nafn, heimilisfang og símanúmer sendanda.

Verðlaun eru í boði fyrir þá tillögu sem verður fyrir valinu en nafnasamkeppnin er öllum opin og eru íbúar á öllum aldri hvattir til að taka þátt.

Frestur til að skila inn tillögum er til og með þriðjudeginum 9. júní næstkomandi.