Nafnasamkeppni á Geopark

Forsvarsmenn jarðfræðigarðsins sem nú er í undirbúningi í Skaftárhreppi, Mýrdalshreppi og Rangárþingi eystra leita nú að nafni á verkefnið og eru 25 þúsund krónur í verðlaun í nafnasamkeppninni.

Umrætt svæði nær yfir allt landsvæði þessara þriggja sveitarfélaga. Með því að koma á fót jarðfræðigarði aukast möguleikar á markaðssetningu svæðisins gagnvart innlendum sem erlendum ferðamönnum. Áhersla verður lögð á kynningu á einstakri náttúru, menningu, handverki og matvælum svæðisins.

Nafnið á verkefnið þarf að hafa skírskotun til svæðisins ásamt því að innihalda „Geopark project“ eða góða íslenska þýðingu á því hugtaki.

Tillögum má skila á skrifstofur sveitarfélaganna fyrir 12. apríl.

Fyrri greinSelfyssingur formaður Fáks
Næsta greinAgnar verður Borgarstjóri