Nafn mannsins sem lést í Lambafelli

Maðurinn sem lést í vinnuslysi í malarnámu í Lambafelli í Ölfusi í fyrrinótt hét Jósef G. Kristjánsson.

Jósef var 52 ára gamall, fæddur þann 28. nóvember 1967. Hann hélt heimili sitt ásamt eftirlifandi unnustu sinni að Bifröst í Borgarfirði.

Jósef lætur eftir sig níu börn á aldrinum frá 8 ára til 31 árs, barnabörn og forelda búsetta í Skagafirði.

Slysið varð með þeim hætti að jarðýta sem notuð er til að losa efni ofarlega í fjallinu fór fram af fjallsbrúninni og valt niður í námuna.