Maðurinn sem lést af völdum skotsárs á föstudaginn í uppsveitum Árnessýslu hét Óðinn Másson.
Óðinn var 52 ára, búsettur í Mosfellsbæ.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Þar kemur einnig fram að rannsókn málsins miði vel en frekari upplýsingar verða ekki gefnar að svo stöddu.
Tilkynning um slysið barst kl. 18:20 á föstudagskvöld og voru lögregla, sjúkraflutningar HSU, læknir, vettvangsliðar frá björgunarsveitum og þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð á vettvang.

