Nafn mannsins sem lést

Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Ásahreppi síðastliðinn föstudag hét Guðjón Björnsson, til heimilis að Syðri-Hömrum 3 í Ásahreppi. Guðjón lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.

Bænastund var haldin í Kálfholtskirkju í gær en djúp sorg hvílir yfir samfélaginu vegna fráfalls Guðjóns.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi fer með rannsókn slyssins.

Fyrri greinStéttafélagið bauð lægst í viðbyggingu grunnskólans
Næsta grein101. héraðsþing HSK haldið á Hellu