Nafn mannsins sem leitað er að

Björgunarsveitarfólk við leit á Ölfusá fyrr í vikunni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Maðurinn sem leitað hefur verið að í og við Ölfusá frá því í gærkvöldi heitir Páll Mar Guðjónsson fæddur 28. júlí 1968 til heimilis að Stekkholti 11 á Selfossi.

Hann er ókvæntur og barnlaus. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Aðstandendur Páls vilja þakka viðbragðsaðilum umfangsmikið og óeigingjarnt starf við leitina.

Veður til leitar hefur farið batnandi í dag og verður leitað fram í myrkur í kvöld. Aftur verður hafist handa við leit í fyrramálið ef ekkert finnst í dag.

Páll Mar Guðjónsson.
Fyrri greinFjaðrárgljúfri lokað
Næsta greinHellisheiði lokuð á morgun til vesturs