Nafn kayakræðarans sem lést

Kayakræðarinn sem leitað var að út af Þjórsárósi að kvöldi 29. apríl síðastliðins og úrskurðaður var látinn á sjúkrahúsi þann 30. apríl hét Sigurður Birgir Baldvinsson.

Sigurður Birgir var 43 ára gamall, fæddur 23. október 1973 og til heimilis að Hólmaseli í Flóahreppi.

Hann lætur eftir sig sambýliskonu, dóttur á fimmta ári og tvo syni sautján og nítján ára.

Fyrri greinLeiðsögn í Listasafninu
Næsta greinPachu skoraði sigurmark Selfoss