Nafn drengsins sem lést

Drengurinn sem lést af slysförum í Hveragerði að kvöldi laugardagsins 1. apríl hét Mikael Rúnar Jónsson.

Mikael Rúnar var 11 ára gamall, fæddur þann 2. janúar 2006. Hann var til heimilis að Kambahrauni 58 í Hveragerði.

Neyðarlínan fékk tilkynningu um slysið kl. 22:37 á laugardagskvöld en Mikael Rúnar hafði klemmst á vörulyftu á vöruflutningabíl við heimili hans.

Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á Suðurlandi og tæknideild Lögreglu höfuðborgarsvæðisins.