Nær allir vegir í Árnessýslu á óvissustigi

Snjómokstur á Hellisheiði. sunnlenska.is/Einar Sindri Ólafsson

Á morgun, miðvikudaginn 31. janúar, hvessir með vestanátt um allt suðvestanvert landið. Vegagerðin hefur sett flesta vegi í Árnessýslu á óvissustig frá kl. 9:00 til 20:00 og gæti þeim verið lokað með stuttum fyrirvara.

Mikil lausamjöll er nú yfir og því má búast við umtalsverðum skafrenningi auk þess sem ganga mun á með dimmum éljum. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland en á vegum úti verður bæði blint og hætt við verulegri ófærð jafnt innan bæjar sem á vegum.

Hellisheiði og Þrengsli eru á óvissustigi og í raun Suðurlandsvegur allur milli Reykjavíkur og Markarfljóts. Það sama gildir um Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, vegi í Uppsveitum Árborgarhringinn og Suðurstrandarveg. Krýsuvíkurvegi verður lokað kl. 6 í fyrramálið.

Fyrri greinRuddi leið fyrir sjúkrabílinn
Næsta greinEinar Breki semur til þriggja ára