Náðhús í Þorlákshöfn ónýtt eftir eld

Náðhúsið er ónýtt eftir eldsvoðann. Ljósmynd/BÁ

Klukkan sex í morgun var tilkynnt um náðhús í ljósum logum á tjaldstæðinu í Þorlákshöfn. Húsið er gjörónýtt eftir eldinn.

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu í Þorlákshöfn voru fljótir á vettvang og tókst að ráða niðurlögum eldsins á skammri stund, enda var um lítið hús að ræða. Húsið er hins vegar gjörónýtt og næsta hús við hliðina er mikið skemmt.

Þetta var ekki eina útkallið hjá Brunavörnum Árnessýslu í nótt því um klukkan 2 var haft samband við Neyðarlínuna og tilkynnt um brunalykt á Selfoss. Tilkynnandi áttaði sig ekki á hvaðan brunalyktin kæmi og leituðu slökkvilið og lögregla af sér allan grun með akstri um bæinn en ekkert fannst. Talið er líklegast að þarna hafi verið um lykt frá HP kökugerð að ræða.

Fyrri greinSigurmarkið beint af æfingasvæðinu
Næsta greinVínrauður dagur á Selfossi – Uppselt á 25 mínútum