Náði ekki tveimur farþegum

Daglegum akstri strætó á milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur hefur verið hætt eftir þriggja ára reynslutímabil.

Ekki reyndist mikill áhugi eða þörf á ferðunum því á umræddu tímabili náði meðaltal fjölda farþega í hverri ferð ekki tveimur farþegum.

Nú geta þeir sem mögulega vilja fá far með strætó til Reykjavíkur farið á Selfoss og þaðan í bæinn.

Í vetur mun leiðin styttast því þá verður ekið á milli Hveragerðis og Þorlákshafnar.

Almenningssamgöngur á Suðurlandi í heild voru reknar með halla árið 2015 og stefnir í hallarekstur á yfirstandandi ári einnig.