Næstum ólögleg valdaskipti

Litlu munaði að ólögleg valdaskipti hefðu farið fram í sveitarstjórn Árborgar í síðustu viku.

Til stóð að meirihlutaskiptin í Árborg færu fram formlega á bæjarstjórnarfundi sl. miðvikudag.

Sólarhring áður var fundurinn blásinn af. Þá hafði uppgötvast að það bryti í bága við stjórnsýslureglur um að afhenda nýjum meirihluta völdin fyrir 15. júní.

Valdaskiptin munu því fara fram á bæjarstjórnarfundi í dag.