Mýrdalur: Sveitarstjórn undrandi á Umhverfisstofnun

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps undrast niðurstöðu Umhverfisstofnunar sem synjað hefur Vodafone um að setja upp loftnetsstöng á gestastofu á Dyrhólaey. Á fundi sínum í gær lýsti sveitarstjórn yfir stuðningi við áform fyrirtækisins um uppsetningu á farsímaloftneti á Dyrhólaey.

Í bókun sveitarstjórnar kemur fram að með uppsetningu loftnetsins muni farsímasamband batna umtalsvert vestan Reynisfjalls m.a. á svæðum þar sem farsímasamband er nú lítið eða ekkert. Reynisfjara sé fjölmennur ferðamannastaður og brýnt öryggisatriði að þar sé gott farsímasamband.

Fyrri greinErlendur fær umhverfisverðlaun
Næsta greinHvarf frá Götusmiðjunni