Mýrdalssandur ehf kaupir Hjörleifshöfða

Hjörleifshöfði. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Mýrdalssandur ehf, félag í eigu Íslendinga og Þjóðverja, hefur keypt jörðina Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi.

Ríkisútvarpið greindi frá þessu.

Mýrdalssandur ehf hefur meðal annars þurrkað sand sem hefur verið fluttur út til sandblásturs. Að sögn Ólafs Björnssonar hjá Lögmönnum Suðurlands, sem annaðist söluna, hyggja nýir eigendur Hjörleifshöfða á slíka vinnslu á jörðinni.

Ólafur segir í samtali við RÚV að salan sé nú í þinglýsingarferli en staðfestir að jörðin hafi selst á rúmlega hálfan milljarð.

Frétt RÚV

Fyrri greinDagbók lögreglu: Kannabis og COVID-19
Næsta greinÞóra framlengir á Selfossi