Þrír jarðskjálftar af stærðinni 2,7 og 3,1 mældust í Mýrdalsjökli klukkan 20:42 og 23:36 í gærkvöldi.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að nokkrir eftirskjálftar hafi mælst en skjálftar af þessari stærð eru nokkuð algengir í Mýrdalsjökli.
Upptök stærsta skjálftans voru norðvestarlega í Kötluöskjunni, sunnan Entujökuls.

