Í nótt klukkan 1:07 varð skjálfti í Mýrdalsjökli af stærðinni 3,2 og fylgdu honum nokkrir minni eftirskjálftar.
Upptök skjálftans voru norðarlega í Kötluöskjunni. Engar tilkynningar hafa borist um að hann hafi fundist í byggð.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að nokkuð sé um jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli en síðast varð skjálfti af svipaðri stærð þann 6. september síðastliðinn. Þá mældust tveir skjálftar um 3,0 að stærð.

