Mýrdalshreppur tekur lán til gatnagerðar

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti á síðasta fundi sínum að taka 30 milljón króna lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til að fjármagna framkvæmdir við gatnagerð í sveitarfélaginu.

Lánið er tekið til fimmtán ára og til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins.

Að sögn Ásgeirs Magnússonar, sveitarstjóri, eru umræddar framkvæmdir við götur efst í þorpinu og jafnframt er verið að leggja bundið slitlag á allt svæðið umhverfis Víkurkirkju.

Fyrri greinHeimild til undanþágu mögulega ofnotuð
Næsta greinÓmar Guðjóns og Tómas R. í Höfninni og á Klaustri