Myndlistarmenn í gamla skólanum

Félagar í Myndlistarfélagi Árnessýslu hafa flutt starfsemi sína frá Austurvegi 35 á Selfossi og fengið inni í húsum bæði í Hveragerði og Selfossi.

Hvergerðingarnir í félaginu hafa fengið aðstöðu í gamla skólahúsinu í Hveragerði og þar eru sex félagsmenn með aðstöðu nú. Alls voru um tuttugu manns sem nýttu sér aðstöðuna við Austurveginn.

Að sögn Sæunnar Freyju Grímsdóttur í Hveragerði fer vel um myndlistarmennina í gamla skólahúsinu þar í bæ. „Að hafa vinnustofu þar sem fleiri geta unnið saman kveikir í okkur og eflir,“ segir hún.

Til stendur að komið verði upp aðstöðu fyrir félagsmenn í Sandvíkursetrinu á Selfossi innan skamms.