Myndir Hreins í alþjóðlegu dagatali

Tvær myndir Hreins Óskarssonar í Odda, áhugaljósmyndara og skógarvarðar á Suðurlandi, prýða dagatal Evrópsku skógrannsóknarstofnunarinnar árið 2012.

Í tilefni Alþjóðlegs árs skóga stóð stofnunin fyrir alþjóðlegri samkeppni meðal áhugaljósmyndara. Vinningsmyndirnar birtust í dagatali stofnunarinnar fyrir árið 2012 og á Hreinn tvær myndir í dagatalinu sem báðar eru teknar í Þórsmörk eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010.

Önnur myndin er af víði sem fór á kaf í ösku eftir eldgosið en nokkrum dögum eftir öskufallið fór að sjást í græn víðiblöl uppúr öskukápunni. Hvítu „hattarnir“ á víðinum eru kristallaður brennisteinn.

Hin myndin er af ungum birkiplöntum sem grófust í ösku en uxu fljótt upp úr henni. Aðeins tveimur mánuðum eftir öskufallið höfðu víðiplönturnar vaxið um 10-15 sm.

Myndirnar úr dagatalinu má finna á Facebook-síðu EFI

Fyrri greinKýrnar í Hraunkoti með stórglæsilegt Íslandsmet
Næsta greinLokað yfir fjallið