Myndavélateljari settur upp í Grenlæk

Nýverið settu starfsmenn Veiðimálastofnunar upp nýjan fiskteljara í Grenlæk í Landbroti.

Teljarinn telur og tekur hreyfimyndir af hverjum fiski sem gengur upp sem vistaðar eru í tölvu á staðnum. Mikill akkur er í þessum búnaði því myndirnar gefa möguleika á að greina milli fiskitegunda, en í Grenlæk gengur aðallega sjóbirtingur en einnig staðbundinn urriði og bleikja.

Með netsambandi er hægt að skoða gögnin. Teljari hefur verið í Grenlæk allt frá árinu 1996 en tímabært þótti orðið að endurnýja búnaðinn.

Fisktalning í Grenlæk hefur gefið miklar upplýsingar sem verða enn betri með nýjum búnaði segir í frétt á heimasíðu Veiðimálastofnunar.

Fyrri greinSex mörk hjá Selfoss
Næsta greinLyktnæmir lögreglumenn fundu kannabis