Myndavélakerfi sett upp í Sundhöllinni

Sundhöll Selfoss er lokuð þessa dagana vegna viðhalds en meðal annars er verið að setja upp myndavélakerfi í innilauginni.

Er það gert til að auka eftirlit með gestum og efla öryggismál.

Að sögn Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Árborgar, hefur uppsetning myndavélakerfisins ekki með banaslys að gera sem varð þar um síðustu helgi.

Búið hafi verið að auglýsa lokun laugarinnar með löngum fyrirvara þar sem ráðgert var að gera þar ýmsar endurbætur, þar á meðal uppsetningu kerfisins.

Sundlaugin opnar aftur á morgun, laugardag.