Myndagjöf til Flóahrepps

Gyða Guðmundsdóttir, starfsmaður skrifstofu Flóahrepps og áhugaljósmyndari, hefur fært sveitarfélaginu að gjöf mynd eftir sig sem hún kallar Flóagullið og er tekin við Þingborg.

Þessi mynd er búin að fara víða og vera á sýningum á Selfossi, í Reykjavík og Hveragerði.

Aðalsteinn Sveinsson oddviti og Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri tóku við myndinni frá Gyðu.