Mynd um Þjórsárdalinn í burðarliðnum

Undirbúningsvinna vegna Þjórsárstofu er komin vel á veg en afsprengi þess verkefnis er gerð heimildarmyndar um Þjórsárdal.

Þjórsárstofa kemur til með að auka verulega upplýsingaflæði um Skeiða- og Gnúpverjahrepp.

Gunnar Örn Marteinsson, sveitarstjóri, segir að ákvarðanir um Þjórsárstofu verði teknar á næsta fundi sveitarstjórnar. Það er þá um þann hlutann er varðar breytingar í Félagsheimilinu Árnesi og jafnframt um veitingarekstur þar.

Auk þess er í burðarliðnum heimildarmynd um Þjórsárdal sem Ari Trausti Guðmundson jarðfræðingur gerir. Þar verður farið yfir merkilega sögu dalsins og jarðfræði hans.

Fyrri greinYaoYao og Bolou þeir steiktustu
Næsta greinJólahátíð styðji við verslun og þjónustu