Mynd um Þjórsárdalinn í burðarliðnum

Undirbúningsvinna vegna Þjórsárstofu er komin vel á veg en afsprengi þess verkefnis er gerð heimildarmyndar um Þjórsárdal.

Þjórsárstofa kemur til með að auka verulega upplýsingaflæði um Skeiða- og Gnúpverjahrepp.

Gunnar Örn Marteinsson, sveitarstjóri, segir að ákvarðanir um Þjórsárstofu verði teknar á næsta fundi sveitarstjórnar. Það er þá um þann hlutann er varðar breytingar í Félagsheimilinu Árnesi og jafnframt um veitingarekstur þar.

Auk þess er í burðarliðnum heimildarmynd um Þjórsárdal sem Ari Trausti Guðmundson jarðfræðingur gerir. Þar verður farið yfir merkilega sögu dalsins og jarðfræði hans.