Munir úr Tryggvaskála óskast

Forsvarsmenn veitingahússins í Tryggvaskála á Selfossi leita nú eftir munum úr skálanum eða honum tengdum, sem fólk kann að hafa í fórum sínum.

Tilefnið er opnun veitingahússins síðar í þessum mánuði en að sögn Tómasar Þóroddsonar, eins rekstraraðila skálans, hefur hann vitneskju um að fólk hafi bjargað ýmsum hlutum, jafnvel myndum sem tengjast skálanum bæði beint og óbeint.

Það er ósk hans að fá hlutina að láni til útstillingar í sölum og herbergjum hússins.

Hægt er að snúa sér til Tómasar og félaga á Kaffi Krús eða hringja í hann í síma 6990660.

Fyrri greinFrábær árangur Lilju í Skotlandi
Næsta greinNýtt utanvegahlaup í Mýrdalnum