Mundi ekki eftir að hafa ekið bílnum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ökumaður sem missti bifreið sína út af Suðurlandsvegi vestan við Selfoss á þriðjudaginn í síðustu viku er grunaður um ölvun við akstur.

Komið var að honum utan vegar og gisti hann fangaklefa fram til morguns þegar unnt var að ræða við hann sökum ástands.

Hann kannaðist ekki við að hafa verið að aka bifreiðinni í umrætt sinn, sagði félaga sinn sem hann vissi lítil deili á hafa ekið en farið af vettvangi þegar bifreiðin lenti út af veginum.