Mr. Iceland fékk Sprotann 2022

Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, framkvæmdastjóri MSS, afhenti Herði viðurkenninguna. Ljósmynd/Markaðsstofa Suðurland

Markaðsstofa Suðurlands færði Mr. Iceland viðurkenninguna Sproti ársins 2022 að afloknum ársfundi markaðsstofunnar í síðustu viku.

Á bakvið Mr. Iceland á Efri-Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum er ferðaþjónustubóndinn og hvítlauksræktandinn Hörður Bender.

„Mr. Iceland stendur fyrir gæða upplifunar- og menningar ferðaþjónustu þar sem hann og náttúran eru í forgrunni. Ferðafólk fær að líka að kynnast manninum á bak við nafnið og sitja til borðs með honum þar sem hann eldar dýrindis mat beint frá býli. Mr. Iceland hefur nýtt sér kraft samfélagsmiðla, áhrifavalda og blaðmanna frá stofnun og hefur tekið á móti þessu fólki með bros á vör sem hefur skilað sér í umfjöllun í stórum miðlum um heim allann,“ segir í umsögn Markaðsstofunnar.

Fyrri greinEgill tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn
Næsta greinÍris ráðin skólastjóri á Laugarvatni