Mountaineers of Iceland styrkja Eyvind

Mountaineers of Iceland afhentu á dögunum Björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum styrk að upphæð 200.000 krónur.

Björgunarfélagið er með sérhæfðan skyndihjálparhóp í samstarfi við sjúkraflutninga í Árnessýslu og sinnir útköllum með þeim á starfssvæði sveitarinnar. Þá er Eyvindur með sérhönnuð farartæki til sjúkraflutninga bæði á hálendi og á láglendi. Innan björgunarfélagsins er einnig starfandi unglingadeildin Vindur.

Í tilkynningu frá Mountaineers of Iceland segir að fyrirtækið vilji byggja upp og styrkja samfélagið sem fyrirtækið starfar í og með því styrkist ferðaþjónustan einnig.

Fyrri grein900 milljónum varið í framkvæmdir og fjárfestingar
Næsta greinMörkum friðlands Þjórsárvera breytt