Mótorhjólamenn sektaðir fyrir utanvegaakstur

Lögreglan í hálendiseftirliti. Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Tveir erlendir mótorhjólamenn gengust undir sektargerð eftir að hafa ekið utan vegar við Lakagíga á þriðjudaginn í síðustu viku.

Lögreglan á Suðurlandi fékk ábendingu um málið frá landvörðum. Lögreglan stöðvaði mennina á Kirkjubæjarklaustri í framhaldi af því og gengust þeir við brotinu.

Akstur þriggja annarra mótorhjólmanna er til skoðunar en lögreglumenn við hálendiseftirlit höfðu afskipti af þeim í gær á Sprengisandsleið.

Þeir höfðu ekið um 15 metra út fyrir veg og áð þar til að borða nesti sitt. Landverðir rökuðu snarlega yfir förin til þess að koma í veg fyrir að aðrir ökumenn leituðu út fyrir veginn á þessum stað. Málið á leið til ákærusviðs.

Fyrri greinFerðamaður slasaðist við Seljavallalaug
Næsta greinÞrettán ára Íslandsmeistari í U17 ára flokki