Mótorhjólamaður í vímu

Mótorhjólamaður á fimmtugsaldri var tekinn grunaður um að keyra undir áhrifum kannabisefna á Hellisheiði nú undir kvöld.

Maðurinn var stöðvaður í almennu eftirliti lögreglu á heiðinni en hann hefur margoft verið tekinn grunaður um að keyra undir áhrifum ávana- og fíkniefna, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi.

Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem blóðsýni var tekið og var hann frjáls ferða sinna eftir það.