„Mótmæla harðlega að stjórnvöld gangi erinda fjársterkra stórkaupmanna“

Fjölmenni var á fundinum í Þingborg. Kristján Þór Júlíusson er í pontu. Ljósmynd/MHH

Formenn í fjölmörgum félagasamtökum bænda hafa sent frá sér áskorun til ríkisstjórnar Íslands þar sem þeir leggjast alfarið gegn frumvarpi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti þann 20. febrúar sl. og felur í sér heimild til þess að flytja inn hrátt ófrosið kjöt og fersk egg.

Fjölmenni var á opnum fundi sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðaði til í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi í kvöld til að ræða frumvarp um innflutning á ófrystu kjöti og stöðu landbúnaðarins almennt. Formennirnir sendu áskorunina út í kjölfar fundarins.

„Verði frumvarpið að veruleika felur það í sér fullkomna uppgjöf í baráttu okkar Íslendinga fyrir því að verja lýðheilsu þjóðarinnar og íslenskra búfjárstofna sem hafa sérstöðu í alþjóðlegu samhengi. Við skorum á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og ríkisstjórn Íslands að taka þegar í stað upp EES samninginn og semja um breytingar sem heimila íslensku þjóðinni að viðhalda sérkennum íslensks landbúnaðar; heilbrigðum búfjárstofnum og heilnæmum matvælum,“ segir í áskoruninni.

Formannahópurinn segir ennfremur að sérfræðingar hafi ítrekað varað við slæmum afleiðingum þess að óheftur innflutningur verði heimilaður.

„Það sætir furðu að stjórnvöld skuli skella skollaeyrum við þessum viðvörunum. Bændur eru fullkomlega reiðubúnir til þess að mæta kröfum íslenskra neytenda um heilnæm og fjölbreytt matvæli og þróa sínar afurðir í samræmi við þær kröfur. Við mótmælum því harðlega að stjórnvöld gangi jafn augljóslega erinda fjársterkra stórkaupmanna gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar,“ segir ennfremur í áskoruninni en undir hana rita eftirfarandi formenn:

Einar Freyr Elínarson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur Skaftafellssýslu
Ólafur Benediktsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur Húnavatnssýslu
Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Félags sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum
Eiður Gísli Guðmundsson, formaður Félags sauðfjárbænda á Suðurfjörðum
Ásta F. Flosadóttir, formaður Félags sauðfjárbænda í Eyjafirði
Þóra Sif Kópsdóttir, formaður Félags sauðfjárbænda á Snæfellsnesi
Sigurþóra Hauksdóttir, formaður Félags sauðfjárbænda í Vopnafirði
Sæþór Gunnsteinsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Suður Þingeyjarsýslu
Trausti Hjálmarson, formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu
Ástþór Örn Árnason, formaður Félags sauðfjárbænda í Skagafirði
Davíð Sigurðsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Borgarfirði
María Dóra Þórarinsdóttir, formaður í deild sauðfjárbænda í Búnaðarsambandi Kjalarnesþings
Anna Berglind Halldórsdóttir, formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu
Jóhann Ragnarsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Strandasýslu
Birgir Þór Haraldsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Austur Húnavatnssýslu
Sigrún Harpa Eiðsdóttir, formaður í deild sauðfjárbænda í Búnaðarsambandi Austur Skaftafellssýslu
Jóhann Pétur Ágústsson, formaður Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum
Sigurður Þór Guðmundsson, formaður Búnaðarsambands Norður Þingeyinga
Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda
Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda
Jón Magnús Jónsson, formaður Félags kjúklingabænda
Þorsteinn Sigmundsson, formaður Félags eggjaframleiðenda
Kjartan Gunnar Jónsson, formaður Félags ungra bænda á Suðurlandi
Jónas Davíð Jónasson, formaður Félags ungra bænda á Norðurlandi
Jón Þór Marinósson, formaður Félags ungra bænda á Vesturlandi og Vestfjörðum
Jón Elvar Gunnarsson, formaður Félags ungra bænda á Austurlandi
Jóna Björg Hlöðversdóttir, formaður Samtaka ungra bænda
Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands
Pétur Diðriksson, formaður Kúabændafélagsins Baulu á Vesturlandi
Guðmundur Davíðsson, formaður Mjólkursamlags Kjalarnesþings
Þórólfur Ómar Óskarsson, formaður Félags Eyfirskra kúabænda
Guðrún Eik Skúladóttir, formaður Nautgriparæktarfélags Vestur Húnavatnssýslu
Björgvin Gunnarsson, formaður Félags nautgripabænda á Héraði og Fjörðum
Björn Birkisson, formaður Félags kúabænda í Ísafjarðarsýslum
Kjartan Stefánsson, formaður Félags Þingeyskra kúabænda
Hallur Pálsson, formaður Félags Nautgripabænda við Breiðafjörð
Halldóra Andrésdóttir, formaður Nautgriparæktarfélags Vopnafjarðar
Brynjólfur Friðriksson, formaður Félags kúabænda Í Austur Húnavatnssýslu
Ingi Björn Árnason, formaður Félags kúabænda í Skagafirði
Elín Oddleifsdóttir, formaður Nautgriparæktarfélags Austur Skaftafellssýslu
Rafn Bergsson, formaður Félags kúabænda á Suðurlandi
Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda

Fyrri grein„Gríðarlega sætur sigur“
Næsta grein„Sjötíu manns að leita og fleiri á leiðinni“