Mótmæla uppsögn fréttaritara RÚV

Bæjarráð Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega uppsögn fréttaritara RÚV á Suðurlandi. Bæjarráð segir að með uppsögninni sé vegið að hagsmunum þessa stóra landsfjórðungs sem nú situr eftir einn án fréttaritara ríkisfjölmiðilsins.

Bæjarráð Hveragerðis samþykkti ályktun á fundi sínum í morgun þar sem segir að fréttaritarar landshlutanna hafi í gegnum árin átt stóran hlut í því að koma málefnum landsbyggðarinnar á framfæri og þannig hafa þeir myndað mótvægi við þá slagsíðu sem óneitanlega getur orðið í fréttaflutningi þegar allir starfsmenn sitja meira og minna í sama húsinu í Reykjavík.

„Nú skal Suðurland skilið eftir án fréttaritara Ríkisútvarpsins/sjónvarps, við það verður ekki unað og skorar bæjarráð því á yfirmenn RÚV að endurskoða ákvörðun sína,“ segir í ályktun bæjarráðs.

Fyrri greinStal rafmagni til fíkniefnaræktunar
Næsta greinSr. Anna Sigríður tekur við Eyrarbakkaprestakalli