Mótmæla harðlega skertri fjárveitingu

Stjórn Hjúkrunar- og ljósmæðraráðs Heilbrigðisstofnunar Suðurlands mótmælir harðlega þeirri skerðingu á fjárveitingu til stofnunarinnar sem boðuð er 2012.

Þegar hefur verið sparað og hagrætt sem auðið er, og ferkari skerðing mun koma niður á þeirri grunnþjónustu sem veita ber í heimabyggð, segir í ályktun stjórnarinnar.

„Sunnlendingar fæðast, veikjast og meiðast eins og aðrir landsmenn, þeir þurfa þjónustu og fá hana eins og aðrir, og hún kostar óhjákvæmilega fjármagn. Réttlát skipting þess á landsvísu er öllum í hag, að draga allt fjármagn og alla þjónustu til höfuðborgarinnar gerir engum gagn, hvorki höfuðborgarbúum né öðrum.

Hjúkrunar- og ljósmæðraráð áréttar að ekki sé hægt að spara meira á HSu án þess að það komi niður á sjálfsagðri grundvallarþjónustu við Sunnlendinga.“

Fyrri greinEngin breyting á leigusamningum
Næsta greinYfir 1500 skjálftar á Hellisheiði í september