Mótmæla gistiheimili

Jón Lárusson og Sandra Vachon, íbúar við Hlaðavelli 8 á Selfossi, hafa sent bæjaryfirvöldum í Árborg erindi þar sem þau mótmæla hugmyndum um opnun gistiheimilis á Skólavöllum 7 en lóðin liggur að þeirra lóð.

„Við erum fullkomlega ósátt við slíkan rekstur á þessum stað“, segir Jón og Sandra m.a. í erindi sínu.

Fram kom á síðasta fundi bæjarráðs að ekki hefur verið veitt leyfi fyrir gistiheimili í húsinu en ráðinu hefur hins vegar borist beiðni um umsögn um umsókn um leyfi fyrir heimagistingu í húsinu frá Valtý Pálssyni.

Bæjarráð hefur vísað umsókninni til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.

Fyrri greinFannst látin í Fljótshlíð
Næsta greinAnnir í sjúkraflutningum