Mótmæla áformum Vegagerðarinnar

Vegagerðin hefur sent sveitarstjórn Mýrdalshrepps erindi þess efnis að ætlunin sé að fella niður Litlu-Heiðarveg nr. 2208.

Á fundi sínum í síðustu viku mótmælti sveitarstjórn þessum áformum harðlega með þeim orðum að þótt ekki sé lengur búseta á Heiðarbæjunum sé vegurinn að einni af náttúruperlum Mýrdalsins.

Veginum ber því að viðhalda líkt og öðrum slíkum í samfélaginu.

Fyrri greinSprenging í húsi í Hveragerði
Næsta greinSelfyssingar kláruðu Hamrana