Mönnum og bíl bjargað upp úr Steinsholtsá

Frá björgunaraðgerðunum í Steinsholtsá í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir og skálaverðir í Langadal í Þórsmörk voru kallaðir út rétt fyrir sex í dag að Steinsholtsá eftir að vegfarendur tilkynntu um fastan bíl út í miðri á.

Tveir menn voru í bílnum og komust þeir ekki í land. Skálavörður kom á dráttarvél úr Langadal og náði að fá mennina til að koma yfir í hana og skutlaði þeim svo í land. Þeir voru orðnir blautir og nokkuð kaldir.

Björgunarsveitir komu á vettvang og festu spotta í bílinn þá var hægt að draga hann á land með dráttavélinni. Bíllinn var óökufær og mennirnir fengu far með björgunarsveitarbíl til byggða.

Fyrri greinSkjálftarnir afleiðing úrkomu
Næsta greinJón ráðinn sveitarstjóri í Rangárþingi ytra