Mokað alla daga

Snjómokstur verður alla daga vikunnar þegar á þarf að halda í vetur á nýjum vegi frá þjóðvegi 1 að Landeyjahöfn samkvæmt útboði Vegagerðarinnar.

Nýi vegurinn er mokaður samkvæmt A-reglu, og jafnframt er hann í þjónustuflokki 3 sem þýðir að öllu jöfnu verður hann opinn frá sjö á morgnana til átta að kvöldi.