ML úr leik í Gettu betur

Lið Menntaskólans að Laugarvatni féll úr leik í Gettu betur í kvöld þegar liðið tapaði fyrir liði Verslunarskóla Íslands.

Lokatölur voru 19-12 en staðan að loknum hraðaspurningunum var 14-11. Bjölluspurningarnar fóru 5-1 en hljóðdæmið fór í súginn hjá báðum liðum.

Lið ML skipa þau Bjarni Sævarsson frá Arnarholti, Þjóðbjörg Eiríksdóttir frá Gýgjarhólskoti og Hrafnkell Sigurðsson frá Selfossi.