ML úr leik í Gettu betur

Menntaskólinn að Laugarvatni er úr leik í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, eftir stórt tap gegn Menntaskólanum við Hamrahlíð í kvöld.

Lokatölur voru 21-9 en staðan eftir hraðaspurningarnar var 15-7.

Lið ML skipuðu þau Bjarki Freyr Guðmundsson frá Flúðum, Bjarni Sævarsson frá Arnarholti og Þjóðbjörg Eiríksdóttir frá Gýgjarhólskoti.

Fjölbrautaskóli Suðurlands keppir mánudaginn 14. janúar kl. 20 gegn Menntaskólanum við Sund. Í liði FSu eru þeir Gísli Þór Axelsson, Eyþór Heimisson og Runólfur Óli Daðason sem kemur nýr inn í liðið en Gísli Þór og Eyþór voru í liðinu í fyrra.

Fyrri greinLandhelgisgæslan vaktar eldstöðvarnar
Næsta greinMannbjörg fær afslátt í ræktina