ML úr leik í Gettu betur

Jakob, Hjördís og Magnús Skúli í Efstaleitinu í kvöld. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Lið Menntaskólans að Laugarvatni er úr leik í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, eftir tap gegn Verslunarskóla Íslands í 1. umferð keppninnar í kvöld.

Eftir hraðaspurningar var staðan 19-10 Verslunarskólanum í vil en í bjölluspurningunum stungu Verslingar af og sigruðu að lokum 35-12.

Lið ML er skipað þeim Hjördísi Kötlu Jónasdóttur, Jakob Mána Ásgeirssyni og Magnúsi Skúla Kjartanssyni.

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands er komið í 2. umferð keppninnar en hún fer fram í næstu viku, dagana 17. og 19. janúar.

Fyrri greinÞyrla oftast kölluð út á Suðurland
Næsta greinÓlafur Elí sæmdur gullmerki ÍSÍ