ML úr leik eftir jafna keppni

Menntaskólinn að Laugarvatni er úr leik í Gettu betur en FSu mætir MK í næstu umferð.

Laugvetningar mættu Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í útvarpssal í kvöld. Eftir jafna og spennandi keppni framan af höfðu Garðbæingar sigur að lokum, 19-13.

Lið ML skipuðu þeir Hannes Öfjörð, Jón Hjalti Eiríksson og Guðmundur Snæbjörnsson.

Að lokinni keppni kvöldsins var dregið í 2. umferð og þar dróst lið FSu gegn Menntaskólanum í Kópavogi. Liðin mætast nk. miðvikudag kl. 20:30 á Rás 2.