ML sigraði í 1. umferð

Ljósmynd/ML

Lið Menntaskólans að Laugarvatni vann öruggan sigur á Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í 1. umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur.

Keppnin var spennandi og jöfn framan af, en lið ML tók framúr á lokakaflanum og sigraði 16-10.

Lið Menntaskólans að Laugarvatni skipa þau Ísold Egla Guðjónsdóttir, Sigríður Magnea Kjartansdóttir og Sindri Bernholt. Þjálfari liðsins er Håkon Snær Snorrason, stúdent frá ML vorið 2018.

Dregið var í 2. umferð í gærkvöldi og þar mætir ML Menntaskólanum á Akureyri þann 14. janúar. Sama kvöld mætir Fjölbrautaskóli Suðurlands Menntaskólanum á Ísafirði. Sigurliðin í 2. umferð komast áfram í 8-liða úrslit sem fara fram í sjónvarpinu.

Fyrri greinSelfoss skiptir um erlenda leikmenn
Næsta greinÓlöf Ólafsdóttir Maður ársins 2018 á Norðurlandi vestra