ML og FSu áfram í Gettu betur

Gettu betur-lið FSu á æfingu fyrr í vetur. Ljósmynd/FSu

Lið Menntaskólans að Laugarvatni og Fjölbrautaskóla Suðurlands eru komin í 2. umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna.

ML mætti Menntaskólanum á Ísafirði á Rás2 í kvöld í æsispennandi viðureign. Staðan var 7-11eftir hraðaspurningarnar, Ísfirðingum í vil, en Laugvetningar byrjuðu vel í bjölluspurningunum og komust í 13-11. Lokakaflinn var mjög dramatískur en ML tryggði sér sigurinn á lokaspurningunni og sigraði 17-19.

Lið Menntaskólans að Laugarvatni skipa þau Kristján Bjarni Indriðason, Þorbjörg Guðrún Kristófersdóttir og Hjörný Karlsdóttir.

FSu mætti einnig til leiks í kvöld og keppti gegn Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Staðan var 9-7 eftir hraðaspurningarnar, FSu í vil, en FB jafnaði 11-11 í bjölluspurningunum. Lið FSu var hins vegar mjög sterkt á lokakaflanum og sigraði að lokum 17-11.

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands skipa þau Ásrún Aldís Hreinsdóttir, Ásthildur Ragnarsdóttir og Hlynur Héðinsson.

Fyrri greinBjarki og Elvar markahæstir í tapleik
Næsta greinSímon og Bergrós ungmenni ársins