ML mætir til leiks í kvöld

Lið Menntaskólans að Laugarvatni (f.v.) Brynjar Logi, Þórhildur og Þorbjörg. Ljósmynd/Ívar Sæland

Spurningakeppni framhaldskólanna, Gettu Betur, hófst í byrjun vikunnar í streymi á ruv.is. Fyrstu umferð lýkur í kvöld með þremur viðureignum og í síðustu keppni kvöldins, kl. 20:20, mætast Menntaskólinn að Laugarvatni og Verkmenntaskóli Austurlands.

Lið ML skipa þau Þorbjörg Guðrún Kristófersdóttir, Þórhildur Þorsteinsdóttir og Brynjar Logi Sölvason, sem öll eru á sínu öðru ári í menntaskólanum.

Óskar Snorri Óskarsson, tómstundaformaður í stjórn nemendafélagsins Mímis, hefur umsjón með Gettu betur liðinu og segir hann liðið hafa æft stíft og notið þar meðal annars aðstoðar frá Jóni Snæbjörnssyni kennara.

„Áhuginn hjá keppendum er gríðarlegur og metnaður hjá hópnum að standa sig,“ segir Óskar Snorri.

Fyrri greinEngin mistök í endurteknum leik
Næsta grein40 hjúkrunarrýmum ráðstafað tímabundið til aldraðra höfuðborgarbúa