ML keppir í kvöld

Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, hófst í vikunni en í kvöld keppir Menntaskólinn að Laugarvatni gegn Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Viðureign liðanna hefst kl. 19:30 á Rás 2. Lið ML skipa þau Bjarki Freyr Guðmundsson frá Flúðum, Bjarni Sævarsson frá Arnarholti og Þjóðbjörg Eiríksdóttir frá Gýgjarhólskoti.
Fjölbrautaskóli Suðurlands keppir mánudaginn 14. janúar kl. 20 gegn Menntaskólanum við Sund. Í liði FSu eru þeir Gísli Þór Axelsson, Eyþór Heimisson og Runólfur Óli Daðason sem kemur nýr inn í liðið en Gísli Þór og Eyþór voru í liðinu í fyrra.
Fyrri greinBúið að tengja nokkur hús
Næsta greinBjörgvin G.: Verðmætin í velferðinni