ML flaggar Grænfána öðru sinni

Fyrsta embættisverk Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs-, landbúnaðar- og umhverfisráðherra var að flytja ávarp þegar Menntaskólinn að Laugarvatni flaggaði Grænfánanum öðru sinni.

Gerður Magnúsdóttir, sem er starfsmaður Skóla á grænni grein – Grænfánans, afhenti Jónu Björk Jónsdóttur, náttúruvísindakennara og formanni umhverfisnefndar skólans, grænfánann, sl. laugardag.

Sigurður Ingi aðstoðaði síðan þær Gerði og Jónu við að draga fánann að húni en Grænfáninn fær að blakta fyrir laugvetnskri golunni næstu tvö árin.

Fyrri grein36 stúdentar brautskráðir
Næsta greinAlexandra Eir valin fimleikamaður ársins